Sérmerkt býður upp á fjölbreyttar merkingar

Viðskiptavinir geta valið merkingar á vörur sem Sérmerkt býður í miklu úrvali en einnig sjáum við um merkingar á vörur sem viðskiptavinir koma með sjálfir. Skýr og vönduð merking skilar árangri. Við hvetjum viðskiptavini til að renna við hjá okkur og fara yfir alla þá möguleika sem eru í boði. Gefðu hugmyndafluginu lausan tauminn og komdu til okkar. Við leggjum metnað okkar í að uppfylla þínar hugmyndir og svo getum við líka lagt hugmyndir í pottinn. 

Merkingar á nánast allt

Það er fátt sem við getum ekki merkt. Við önnumst og merkingar á fatnað, hluti, fána og nánast hvað sem er til notkunar bæði úti og inni, hvort heldur er fyrir fyrirtæki eða einstaklinga.  

Merkingar Silkiprentun
Silkiprentun
Transfer prentun
Púðaprentun
Ísaumur
Doming
Útskurður

Skil á grafísku efni fyrir merkingar 

Logo þurfa að berast á vector formi (.eps, ai, pdf), útlínað. Algengt er að auglýsingastofa eða hönnuður merkisins eigi það til. Gott er að skila myndum í sem hæstri upplausn til að tryggja prentgæði.