Sérmerkt ehf

Sérmerkt var stofnað í apríl 2008. Í byrjun var áhersla lögð á merkingar á fatnaði ásamt heildsölu á golfvörum en reksturinn hefur þróast töluvert síðan þá. Aukinn tækjakostur gerði fyrirtækinu kleift að bjóða upp á fjölbreyttari merkingarmöguleika og í samstarfi við framleiðendur erlendis var lögð meiri áhersla á auglýsingavörur. Árið 2012 festi Sérmerkt kaup á netverslunni Golfkúlur.is en þar er að finna bestu verðin á golfkúlum á Íslandi.
Sérmerkt býður viðskiptavinum upp á fjölbreytt úrval af auglýsingavörum, fatnaði og golfvörum. Við höfum góðan tækjakost innanhúss til að sérmerkja vörurnar með þínu merki. Einnig erum við í nánu samstarfi við okkar birgja erlendis og kappkostum við að veita viðskiptavinum okkar hagstæð verð.
Sérmerkt hefur frá upphafi lagt áherslu á persónulega þjónustu, sveigjanleika og afhendingaröryggi. Hjá fyrirtækinu starfa nú starfsmenn í 6 stöðugildum.