Blýantur
Þægileg stærð af blýanti fyrir golfið. Hægt að fá með eða án strokleðurs.
Logo er prentað í 1-2 litum á blýantana eða digital prentað í fullum lit.
Lágmarkspöntun: 100 stk.
Flokkar: Golfvörur, Tí og Tí-gjafir
Aðrar vörur


Callaway ERC Soft 2025
Vörunúmer: CEW03 / CEY03
Einstaklega mjúkur þriggja laga lengdarbolti með þremur línum til aðstoðar í púttum. Byltingarkennt hybrid cover.

Æfingaboltar „Callaway“
Góðir tveggja laga æfingaboltar frá Callaway. Boltarnir eru merktir „PRACTICE“. Koma hvítir eða gulir. 300 stk. í ks.
Vinsamlega hafið samband til að fá verðtilboð.


Callaway Supersoft 2025 Matte litir
Vörunúmer: CSR03 / CSP03 / CSO03 / CSG03
Supersoft er mjúkur 2-laga golfbolti sem veitir einnig góða lengd. Hentar fjölbreyttum hópi kylfinga. Mött áferð, 4 litir.


Srixon Soft Z-Star
Vörunúmer: SSZW03
Sjötta kynslóðin af Srixon Z-Star veitir hámarksspuna þegar slegið er inn á flöt sem auðveldar stjórnun boltans. Z-Star er lengri en aðrir sambærilegir tour boltar samkvæmt prófunum. Þriggja laga premium uppbygging á kjarna boltans.


Srixon Distance
Vörunúmer: SDW03
Tveggja laga lengdarbolti sem gefur tilvalið flug fyrir öll vindskilyrði. Hagkvæmasti golfboltinn frá Srixon. Endingargóð og sterk skel veitir hámarkskraft við höggin. Góður golfbolti fyrir byrjendur.


TÍ „Bamboo“ í golfið – vertu í réttri hæð
Góð tí í mörgum litum með prentun á logo í 1-3 litum.
Hægt er að prenta allt að 3 liti á tíin með prentun á stærra prentsvæði. Afhendingartími 2-3 vikur.
Bjóðum upp á pökkun í plastpoka, t.d. 5 / 10 / 20 stk. í poka.


Titleist Tour Soft
Vörunúmer: TTSW03
Vandaður 3-laga golfbolti fyrir meðalkylfinginn. Tour Soft boltarnir eru fyrir kylfinga sem sækjast eftir mikilli lengd með driver og löngum höggum en vilja jafnframt stöðugleika í að stöðva kúluna á flöt og stjórna stutta spilinu.


Golfhandklæði „Event“
Góð „þrí-brota“ golfhandklæði úr 100% tyrkneskum bómul. Sterkur og vandaður krókur til að festa handklæði á golfpokann. 40x50cm. að stærð og 500 gr. að þykkt. Fáanlegt í 18 mismunandi litum. Vinsælustu golfhandklæðin hjá Sérmerkt.