TÍ „PRO“
Golf-tí
Þessi tí eru þykkari og sterkari tí sem framleidd eru í Evrópu. Eiginleikar þeirra er sá að þau brotna mun síður heldur en venjuleg tí. Margir litir á tíum í boði.
Hvít tí á lager.
Bjóðum einnig pökkun í zip-plastpoka, t.d. 5 stk. / 10 stk. / 20 stk. í poka.
Stærðir: 54 mm. og 70 mm.
Prentun: 1 litur
Prentsvæði: Á búk, Í cup.
Flokkar: Golfvörur, Tí og Tí-gjafir
Aðrar vörur


Footjoy skópoki „Basic“
Klassískur og endingargóður skópoki frá Footjoy. Stórt aðalhólf og tvö loftgöt á hliðum.


Pitchfix flatargaffall „Hybrid 2.0“

Vandaður og þægilegur „switchblade“ flatargaffall, framleiddur úr áli og hágæða ABS gúmmí. Gaffallinn er með innbygðum yddara að aftan. Segul-flatarmerki sérmerkt með þínu logo. 17 litaútfærslur í boði.


Titleist Velocity
Vörunúmer: TVW03
Velocity er distance bolti frá Titleist. Hannaður með það í huga að boltinn rúlli sem mest eftir að hann er sleginn og auki því högglengd í drive. Hærra boltaflug, dregur úr skökkum höggum.


Titleist TruFeel
Vörunúmer: TTFW03
TruFeel boltinn er þróaður með TrueTouch kjarna með sem lægsta „compression“ sem eykur boltahraða, veitir minni spuna með driver og bætir við lengdina. Mjúkur tveggja laga bolti, sambærilegur og Supersoft.


Callaway Classic golfregnhlíf
Stór 64″ tvöföld regnhlíf sem heldur vel frá regni í íslenskri veðráttu ásamt því að stöngin er mjög sterkbyggð fyrir aðstæður í miklum vindi. Callaway logo á tveimur hliðum.


Pitchfix flatargaffall „Original 2.0“

Ný og endurhönnuð útgáfa af upprunalega Pitchfix flatargafflinum. Mjög léttur „switchblade“ flatargaffall, framleiddur úr hágæða ABS plasti. Segul-flatarmerki sérmerkt með þínu logo.


Srixon AD333
Vörunúmer: SADW03
Vinsæll tveggja laga golfbolti. Nýr FastLayer kjarni, meiri mýkt og meiri lengd. Húðaður með „Pure White“ og því hvítari en áður. 20% meiri spuni! Nýþróuð Pana-Tetra skel sem veitir hærra flugtakshorn og minni spuna fyrir beinni högg með löngu flugi.


Golfhandklæði „Event“
Góð „þrí-brota“ golfhandklæði úr 100% tyrkneskum bómul. Sterkur og vandaður krókur til að festa handklæði á golfpokann. 40x50cm. að stærð og 500 gr. að þykkt. Fáanlegt í 18 mismunandi litum. Vinsælustu golfhandklæðin hjá Sérmerkt.