Srixon Distance
328kr. – 646kr.
Vörunúmer: SDW03
Tveggja laga lengdarbolti sem gefur tilvalið flug fyrir öll vindskilyrði. Hagkvæmasti golfboltinn frá Srixon. Endingargóð og sterk skel veitir hámarkskraft við höggin. Góður golfbolti fyrir byrjendur.
Aðrar vörur


Callaway skópoki „Clubhouse“
Vandaður skópoki frá Callaway. Aðgengilegt haldfang, tveir góðir rennilásar og loftgöt á hliðum. Hægt að sérmerkja undir Callaway logo.


Srixon Soft Feel
Vörunúmer: SSFW03
Hátt flug en gefur meira rúll og þar af leiðandi lengri högg. Hátt upphafsflug fyrir lítinn spuna og stefnustöðugleika. Frábær mjúk tilfinning í öllum höggum, frá upphafshöggi og að flöt. Krefst ekki mikils sveifluhraða.

Smáhlutapoki „QP“
Vandaður smáhlutapoki með rennilási sem festur er á golfpokann. Pokinn er tilvalinn í að geyma smáhluti eins og tí, gaffla, kúlur pening, síma o.þ.h. Fáanlegur í nokkrum stærðum.
Merking: Silkiprentun


Callaway Supersoft 2025
Vörunúmer: CSW03 / CSY03
Einn vinsælasti golfboltinn hjá Sérmerkt. Supersoft er mýksti tveggja laga boltinn á markaðnum og veitir einnig góða lengd í íslensku veðurfari. Hentar fjölbreyttum hópi kylfinga.


Golfregnhlíf „Iceland“ Svört
Vönduð og sterk tvöföld panela regnhlíf í svörtum lit sem hentar vel við íslenskar aðstæður. Regnhlífin hleypir roki í gegn og getur fokið upp án þess að skaddast. Létt fiberglass skaft. Pláss til að hlífa tveimur manneskjum í einu. Mjúkt haldfang, opnast sjálfvirkt með því að smella á hnapp. Sleeve utan um regnhlíf í sama lit. Eigum þær til á lager í svörtum lit. Aðrir litir eru sérpöntun, vinsamlega hafið samband fyrir verðtilboð.


Srixon AD333
Vörunúmer: SADW03
Vinsæll tveggja laga golfbolti. Nýr FastLayer kjarni, meiri mýkt og meiri lengd. Húðaður með „Pure White“ og því hvítari en áður. 20% meiri spuni! Nýþróuð Pana-Tetra skel sem veitir hærra flugtakshorn og minni spuna fyrir beinni högg með löngu flugi.


TÍ „PRO“
Golf-tí
Þessi tí eru þykkari og sterkari tí sem framleidd eru í Evrópu. Eiginleikar þeirra er sá að þau brotna mun síður heldur en venjuleg tí. Margir litir á tíum í boði.
Hvít tí á lager.
Bjóðum einnig pökkun í zip-plastpoka, t.d. 5 stk. / 10 stk. / 20 stk. í poka.
Stærðir: 54 mm. og 70 mm.
Prentun: 1 litur
Prentsvæði: Á búk, Í cup.


Pitchfix flatargaffall „XL 3.0“

Vandaður og þægilegur „switchblade“ flatargaffall, framleiddur úr áli og hágæða ABS gúmmí. Segul-flatarmerki sérmerkt með þínu logo. Flatargaffallinn er með stóru merkingarsvæði að aftan til að auglýsa þína vöru.