Srixon Tour Special SF
275kr. – 613kr.
Vörunúmer: STSW03
Tveggja laga lengdarbolti. Hagkvæmasti golfboltinn frá Srixon. Endingargóð og sterk skel veitir hámarkskraft við höggin. Góður golfbolti fyrir byrjendur. Sérhannaður fyrir golfara með miðlungs- og mikinn sveifluhraða.
Aðrar vörur


Srixon Soft Feel Lady
Vörunúmer: SSFLW03
Mjúkar og góðar golfkúlur fyrir konur. Hátt flug en meira rúll og þar af leiðandi lengri högg. Hátt upphafsflug fyrir lítinn spuna og stefnustöðugleika. Krefst ekki mikils sveifluhraða.


Titleist TruFeel
Vörunúmer: TTFW03
TruFeel boltinn er þróaður með TrueTouch kjarna með sem lægsta „compression“ sem eykur boltahraða, veitir minni spuna með driver og bætir við lengdina. Mjúkur tveggja laga bolti, sambærilegur og Supersoft.


Callaway Chrome Soft
Vörunúmer: CCSW03
Nýji Chrome Soft er hannaður fyrir fjölbreyttan hóp kylfinga sem vilja einstaklega mjúkan golfbolta, aukna lengd í höggum og bolta sem fyrirgefur meira. Hönnun innri kjarnans eykur boltahraða og minnkar spuna þegar slegið er með driver. Með styttri kylfum eykst spuninn þegar slegið er inn á flöt.


Blýantur
Þægileg stærð af blýanti fyrir golfið. Hægt að fá með eða án strokleðurs.
Logo er prentað í 1-2 litum á blýantana eða digital prentað í fullum lit.
Lágmarkspöntun: 100 stk.


Srixon AD333
Vörunúmer: SADW03
Vinsæll tveggja laga golfbolti. Nýr FastLayer kjarni, meiri mýkt og meiri lengd. Húðaður með „Pure White“ og því hvítari en áður. 20% meiri spuni! Nýþróuð Pana-Tetra skel sem veitir hærra flugtakshorn og minni spuna fyrir beinni högg með löngu flugi.


Srixon Soft Feel
Vörunúmer: SSFW03
Hátt flug en gefur meira rúll og þar af leiðandi lengri högg. Hátt upphafsflug fyrir lítinn spuna og stefnustöðugleika. Frábær mjúk tilfinning í öllum höggum, frá upphafshöggi og að flöt. Krefst ekki mikils sveifluhraða.


Golfhandklæði „Event“
Góð „þrí-brota“ golfhandklæði úr 100% tyrkneskum bómul. Sterkur og vandaður krókur til að festa handklæði á golfpokann. 40x50cm. að stærð og 500 gr. að þykkt. Fáanlegt í 18 mismunandi litum. Vinsælustu golfhandklæðin hjá Sérmerkt.


Titleist Velocity
Vörunúmer: TVW03
Velocity er distance bolti frá Titleist. Hannaður með það í huga að boltinn rúlli sem mest eftir að hann er sleginn og auki því högglengd í drive. Hærra boltaflug, dregur úr skökkum höggum.