Blýantur
Þægileg stærð af blýanti fyrir golfið. Hægt að fá með eða án strokleðurs.
Logo er prentað í 1-2 litum á blýantana eða digital prentað í fullum lit.
Lágmarkspöntun: 100 stk.
Flokkar: Golfvörur, Tí og Tí-gjafir
Aðrar vörur


Golfhandklæði „Event“
Góð „þrí-brota“ golfhandklæði úr 100% tyrkneskum bómul. Sterkur og vandaður krókur til að festa handklæði á golfpokann. 40x50cm. að stærð og 500 gr. að þykkt. Fáanlegt í 18 mismunandi litum. Vinsælustu golfhandklæðin hjá Sérmerkt.

Smáhlutapoki „QP“
Vandaður smáhlutapoki með rennilási sem festur er á golfpokann. Pokinn er tilvalinn í að geyma smáhluti eins og tí, gaffla, kúlur pening, síma o.þ.h. Fáanlegur í nokkrum stærðum.
Merking: Silkiprentun


Titleist Pro V1 2025
Vörunúmer: TPV1W03
Pro V1 2025 týpan veitir enn meiri lengd, með stöðugra boltaflugi. Húð boltans er ennþá þynnri og innri kjarninn ennþá stærri sem eykur boltahraða og lengd. Mjög lágur spuni þegar slegið er með lengri kylfum. Enn betri lengdarstjórnun (Drop-and-Stop™) þegar slegið er inn á flöt. Pro V1 er einn vinsælasti boltinn á meðal lágfjorgjafarkylfinga.


TÍ „Bamboo“ í golfið – vertu í réttri hæð
Góð tí í mörgum litum með prentun á logo í 1-3 litum.
Hægt er að prenta allt að 3 liti á tíin með prentun á stærra prentsvæði. Afhendingartími 2-3 vikur.
Bjóðum upp á pökkun í plastpoka, t.d. 5 / 10 / 20 stk. í poka.


Srixon Soft Feel Lady
Vörunúmer: SSFLW03
Mjúkar og góðar golfkúlur fyrir konur. Hátt flug en meira rúll og þar af leiðandi lengri högg. Hátt upphafsflug fyrir lítinn spuna og stefnustöðugleika. Krefst ekki mikils sveifluhraða.


Titleist TruFeel
Vörunúmer: TTFW03
TruFeel boltinn er þróaður með TrueTouch kjarna með sem lægsta „compression“ sem eykur boltahraða, veitir minni spuna með driver og bætir við lengdina. Mjúkur tveggja laga bolti, sambærilegur og Supersoft.


Pitchfix flatargaffall „XL 3.0“

Vandaður og þægilegur „switchblade“ flatargaffall, framleiddur úr áli og hágæða ABS gúmmí. Segul-flatarmerki sérmerkt með þínu logo. Flatargaffallinn er með stóru merkingarsvæði að aftan til að auglýsa þína vöru.


Golfregnhlíf „Iceland“ Svört
Vönduð og sterk tvöföld panela regnhlíf í svörtum lit sem hentar vel við íslenskar aðstæður. Regnhlífin hleypir roki í gegn og getur fokið upp án þess að skaddast. Létt fiberglass skaft. Pláss til að hlífa tveimur manneskjum í einu. Mjúkt haldfang, opnast sjálfvirkt með því að smella á hnapp. Sleeve utan um regnhlíf í sama lit. Eigum þær til á lager í svörtum lit. Aðrir litir eru sérpöntun, vinsamlega hafið samband fyrir verðtilboð.