Flatargaffall „Classic“
950kr. – 1.290kr.
Flatargaffall úr málmi, kemur með segul-flatarmerki. Flatargaffallinn er með klemmu að aftan til að festa á buxur eða belti. Fæst í tveimur litum, Chrome eða Silfur.
Aðrar vörur


CALLAWAY ERC SOFT
Vörunúmer: CEW03 / CEY03
Einstaklega mjúkur þriggja laga lengdarbolti með þremur línum til aðstoðar í púttum. Byltingarkennt hybrid cover.


CALLAWAY CHROME SOFT / SOFT X
Vörunúmer: CCSW03 / CCSXW03
Nýji Chrome Soft er hannaður fyrir fjölbreyttan hóp kylfinga sem vilja einstaklega mjúkan golfbolta, aukna lengd í höggum og bolta sem fyrirgefur meira. Hönnun innri kjarnans eykur boltahraða og minnkar spuna þegar slegið er með driver. Með styttri kylfum eykst spuninn þegar slegið er inn á flöt. Chrome Soft X gerir kylfingum kleift að stjórna boltaflugi betur og boltinn veitir enn meiri spuna þegar slegið er inn á flöt. Kylfingar eins og Jon Rahm, Xander Schauffele og Phil Mickelson nota Chrome Soft boltana.


CALLAWAY SUPERSOFT
Vörunúmer: CSW03 / CSY03
Söluhæsti golfboltinn hjá Sérmerkt. Supersoft er einn mýksti tveggja laga boltinn á markaðnum og veitir einnig góða lengd í íslensku veðurfari. Hentar fjölbreyttum hópi kylfinga.


Srixon Soft Feel
Vörunúmer: SSFW03
Hátt flug en gefur meira rúll og þar af leiðandi lengri högg. Hátt upphafsflug fyrir lítinn spuna og stefnustöðugleika. Frábær mjúk tilfinning í öllum höggum, frá upphafshöggi og að flöt. Krefst ekki mikils sveifluhraða.


Pitchfix flatargaffall „Original 2.0“

Ný og endurhönnuð útgáfa af upprunalega Pitchfix flatargafflinum. Mjög léttur „switchblade“ flatargaffall, framleiddur úr hágæða ABS plasti. Segul-flatarmerki sérmerkt með þínu logo.


Golfhandklæði „Event“
Endingargóð „þrí-brota“ golfhandklæði úr 100% tyrkneskum bómul. Sterkur og vandaður krókur til að festa handklæði á golfpokann. 40x50cm. að stærð og 500 gr. að þykkt. Fáanlegt í 18 mismunandi litum. Vinsælustu golfhandklæðin hjá Sérmerkt.


PINNACLE SOFT
Vörunúmer: PSW03 / PSP03
Mjúkur og góður Pinnacle Soft feel golfbolti, 15 golfkúlur í kassanum. Hentar vel fyrir byrjendur.


Titleist Tour Speed
Vörunúmer: TTSPW03
Nýi Tour Speed golfboltinn er hannaður til þess að veita enn meiri lengd þegar slegið er með driver og löngum járnum en veitir samt góða nákvæmni í stuttu höggunum. 3-laga bolti með Thermoplastic urethane cover sem veitir meiri spuna í kringum flatirnar.