Pitchfix flatargaffall „Tour Edition“
1.415kr. – 1.862kr.
Nettur og léttur flatargaffall frá Pitchfix með gúmmígripi. Fáanlegur í 6 mismunandi litum.
Aðrar vörur
Callaway Classic golfregnhlíf
Stór 64″ regnhlíf sem heldur vel frá regni í íslenskri veðráttu ásamt því að stöngin er mjög sterkbyggð fyrir aðstæður í miklum vindi. Callaway logo á tveimur hliðum.
Titleist Velocity
Vörunúmer: TVW03
Velocity er distance bolti frá Titleist. Hannaður með það í huga að boltinn rúlli sem mest eftir að hann er sleginn og auki því högglengd í drive. Hærra boltaflug, dregur úr skökkum höggum.
CALLAWAY CHROME SOFT / SOFT X
Vörunúmer: CCSW03 / CCSXW03
Nýji Chrome Soft er hannaður fyrir fjölbreyttan hóp kylfinga sem vilja einstaklega mjúkan golfbolta, aukna lengd í höggum og bolta sem fyrirgefur meira. Hönnun innri kjarnans eykur boltahraða og minnkar spuna þegar slegið er með driver. Með styttri kylfum eykst spuninn þegar slegið er inn á flöt. Chrome Soft X gerir kylfingum kleift að stjórna boltaflugi betur og boltinn veitir enn meiri spuna þegar slegið er inn á flöt. Kylfingar eins og Jon Rahm, Xander Schauffele og Phil Mickelson nota Chrome Soft boltana.
TÍ „PRO“
Golf-tí
Þessi tí eru þykkari og sterkari tí sem framleidd eru í Evrópu. Eiginleikar þeirra er sá að þau brotna mun síður heldur en venjuleg tí. Margir litir á tíum í boði.
Hvít tí á lager.
Stærðir: 54 mm. og 70 mm.
PINNACLE SOFT
Vörunúmer: PSW03
Mjúkur og góður Pinnacle Soft feel golfbolti, 15 golfkúlur í kassanum. Hentar vel fyrir byrjendur.
CALLAWAY SUPERSOFT
Vörunúmer: CSW03 / CSY03
Einn vinsælasti golfboltinn hjá Sérmerkt. Supersoft er mýksti tveggja laga boltinn á markaðnum og veitir einnig góða lengd í íslensku veðurfari. Hentar fjölbreyttum hópi kylfinga.
Golfhandklæði „Event“
Endingargóð „þrí-brota“ golfhandklæði úr 100% tyrkneskum bómul. Sterkur og vandaður krókur til að festa handklæði á golfpokann. 40x50cm. að stærð og 500 gr. að þykkt. Fáanlegt í 18 mismunandi litum. Vinsælustu golfhandklæðin hjá Sérmerkt.
Golfregnhlíf „Iceland“
Sjálfopnanleg golfregnhlíf. Mjög góð regnhlíf fyrir íslenskt veðurfar. Brotnar ekki þótt að hún blási upp. Tvöföld hlíf, hleypir vind í gegn, minna átak, opnast sjálfvirkt með takka. Létt regnhíf með fiberglass skafti, vigtar aðeins 680 gr. Hlífir auðveldlega tveimur manneskjum í einu, ummál: 133 cm. Sleeve utan um regnhlíf í sama lit.
Merking: Silkiprentun.
Merkingarmöguleikar: Hlífin sjálf (8 panelar). Sleeve utan um regnhlíf. Neðst á haldfangi.
Litir á lager: Svartur (Lágmarkspöntun 10 stk.)