Srixon Distance
328kr. – 646kr.
Vörunúmer: SDW03
Tveggja laga lengdarbolti sem gefur tilvalið flug fyrir öll vindskilyrði. Hagkvæmasti golfboltinn frá Srixon. Endingargóð og sterk skel veitir hámarkskraft við höggin. Góður golfbolti fyrir byrjendur.
Aðrar vörur


Titleist Tour Soft
Vörunúmer: TTSW03
Vandaður 3-laga golfbolti fyrir meðalkylfinginn. Tour Soft boltarnir eru fyrir kylfinga sem sækjast eftir mikilli lengd með driver og löngum höggum en vilja jafnframt stöðugleika í að stöðva kúluna á flöt og stjórna stutta spilinu.


Callaway Supersoft 2025 Matte litir
Vörunúmer: CSR03 / CSP03 / CSO03 / CSG03
Supersoft er mjúkur 2-laga golfbolti sem veitir einnig góða lengd. Hentar fjölbreyttum hópi kylfinga. Mött áferð, 4 litir.


Callaway Supersoft 2025
Vörunúmer: CSW03 / CSY03
Einn vinsælasti golfboltinn hjá Sérmerkt. Supersoft er mýksti tveggja laga boltinn á markaðnum og veitir einnig góða lengd í íslensku veðurfari. Hentar fjölbreyttum hópi kylfinga.


Golfhandklæði „Event“
Góð „þrí-brota“ golfhandklæði úr 100% tyrkneskum bómul. Sterkur og vandaður krókur til að festa handklæði á golfpokann. 40x50cm. að stærð og 500 gr. að þykkt. Fáanlegt í 18 mismunandi litum. Vinsælustu golfhandklæðin hjá Sérmerkt.


Pitchfix flatargaffall „Original 2.0“

Ný og endurhönnuð útgáfa af upprunalega Pitchfix flatargafflinum. Mjög léttur „switchblade“ flatargaffall, framleiddur úr hágæða ABS plasti. Segul-flatarmerki sérmerkt með þínu logo.


TÍ „Bamboo“ í golfið – vertu í réttri hæð
Góð tí í mörgum litum með prentun á logo í 1-3 litum.
Hægt er að prenta allt að 3 liti á tíin með prentun á stærra prentsvæði. Afhendingartími 2-3 vikur.
Bjóðum upp á pökkun í plastpoka, t.d. 5 / 10 / 20 stk. í poka.


Srixon Soft Z-Star
Vörunúmer: SSZW03
Sjötta kynslóðin af Srixon Z-Star veitir hámarksspuna þegar slegið er inn á flöt sem auðveldar stjórnun boltans. Z-Star er lengri en aðrir sambærilegir tour boltar samkvæmt prófunum. Þriggja laga premium uppbygging á kjarna boltans.


Golfregnhlíf „Iceland“ Svört
Vönduð og sterk tvöföld panela regnhlíf í svörtum lit sem hentar vel við íslenskar aðstæður. Regnhlífin hleypir roki í gegn og getur fokið upp án þess að skaddast. Létt fiberglass skaft. Pláss til að hlífa tveimur manneskjum í einu. Mjúkt haldfang, opnast sjálfvirkt með því að smella á hnapp. Sleeve utan um regnhlíf í sama lit. Eigum þær til á lager í svörtum lit. Aðrir litir eru sérpöntun, vinsamlega hafið samband fyrir verðtilboð.