Callaway Golf gjafaaskja „4 ball Hex“
Gjafaaskja úr áli frá Callaway sem inniheldur 4 stk. golfbolta, 1 stk. flatargaffal og 1 stk. flatarmerki. Allar vörur er hægt að sérmerkja með logo. Gjafaöskjuna er hægt að sérmerkja á lokinu með logo í lit.
- Flatargaffall: 16mm.
- Flatarmerki: 22mm.
- Túbulok prentssvæði: 60mm.
- Golfboltar prentssvæði : 24mm
Flokkur: Gjafapakkningar
Merki: Callaway Golf
Aðrar vörur


Callaway golfhanski „Dawn Patrol“
Endingargóður leður golfhanski frá Callaway. Sérmerking fer á Callaway hlið flatarmerkis. Fæst í herra- og dömustærðum fyrir rétthenta og örvhenta. Við magnkaup lánum við 10% meira magn aukalega til skiptana sem er svo skilað eftir golfmótið.


CALLAWAY CHROME SOFT / SOFT X
Vörunúmer: CCSW03 / CCSXW03
Nýji Chrome Soft er hannaður fyrir fjölbreyttan hóp kylfinga sem vilja einstaklega mjúkan golfbolta, aukna lengd í höggum og bolta sem fyrirgefur meira. Hönnun innri kjarnans eykur boltahraða og minnkar spuna þegar slegið er með driver. Með styttri kylfum eykst spuninn þegar slegið er inn á flöt. Chrome Soft X gerir kylfingum kleift að stjórna boltaflugi betur og boltinn veitir enn meiri spuna þegar slegið er inn á flöt. Kylfingar eins og Jon Rahm, Xander Schauffele og Phil Mickelson nota Chrome Soft boltana.

Pitchfix gjafaaskja stærri m/húfumerki
Falleg gjafaaskja úr áli sem hægt er að merkja með logo, mynd eða öðrum skilaboðum.
Askjan inniheldur Pitchfix Hybrid 2.0 flatargaffal, húfuklemmu og eitt auka flatarmerki.
Vegleg gjöf sem slær í gegn.

Æfingaboltar „Callaway“
Góðir tveggja laga æfingaboltar frá Callaway. Boltarnir eru merktir „PRACTICE“. Koma hvítir eða gulir. 300 stk. í ks.
Vinsamlega hafið samband til að fá verðtilboð.


CALLAWAY SUPERSOFT
Vörunúmer: CSW03 / CSY03
Söluhæsti golfboltinn hjá Sérmerkt. Supersoft er einn mýksti tveggja laga boltinn á markaðnum og veitir einnig góða lengd í íslensku veðurfari. Hentar fjölbreyttum hópi kylfinga.


CALLAWAY SUPERSOFT MATTE
Vörunúmer: CSR03 / CSP03 / CSO03 / CSG03
Supersoft er mjúkur 2-laga golfbolti sem veitir einnig góða lengd. Hentar fjölbreyttum hópi kylfinga. Mött áferð, 4 litir.


Callaway Classic golfregnhlíf
Stór 64″ regnhlíf sem heldur vel frá regni í íslenskri veðráttu ásamt því að stöngin er mjög sterkbyggð fyrir aðstæður í miklum vindi. Callaway logo á tveimur hliðum.


CALLAWAY ERC SOFT
Vörunúmer: CEW03 / CEY03
Einstaklega mjúkur þriggja laga lengdarbolti með þremur línum til aðstoðar í púttum. Byltingarkennt hybrid cover.