AWDis íþróttapeysa „CoolFit“
Vörunúmer: JC031
Íþróttapeysa með hálfum rennilás úr CoolFit öndunarefni. Peysan teygist vel sem auðveldar hreyfingu en er samt sem áður í mjög flottu sniði. Frábær peysa í golfið, hlaup, hjólreiðar eða ræktina.
JustCool AWDis pólóbolur barna „Cool“
Vörunúmer: JC40J
Léttur og endingargóður dri-fit póló bolur.
JustCool AWDis pólóbolur dömu „Cool“
Vörunúmer: JC045
Léttur og endingargóður dri-fit póló bolur. Fæst einnig í karlasniði og barnastærðum.
JustCool AWDis pólóbolur „Smooth“
Vörunúmer: JC021
Góður dri-fit póló bolur. Mjög þunnur og mjúk silkiáferð á efninu.
JustCool AWDis pólóbolur „Cool“
Vörunúmer: JC040
Léttur og endingargóður dri-fit póló bolur. Fæst einnig í dömusniði og barnastærðum.
Smáhlutapoki „QP“
Vandaður smáhlutapoki með rennilási sem festur er á golfpokann. Pokinn er tilvalinn í að geyma smáhluti eins og tí, gaffla, kúlur pening, síma o.þ.h. Fáanlegur í nokkrum stærðum.
Blýantur
Þægileg stærð af blýanti fyrir golfið. Hægt að fá með eða án strokleðurs.
TÍ „Eco“
Tíhausinn er frábrugðinn öðrum tíum og RRT tæknin sem skapar þá stuðlar að lengra og betra drive þegar bolti er sleginn. Tíin eru vottuð umhverfisvæn.
TÍ „Bamboo“ í golfið – vertu í réttri hæð
Góð tí í mörgum litum með prentun á logo í 1-3 litum.
Hægt er að prenta allt að 3 liti á tíin með prentun á stærra prentsvæði. Afhendingartími 2-3 vikur.
Bjóðum upp á pökkun í plastpoka, t.d. 5 / 10 / 20 stk. í poka.
TÍ „PRO“
Golf-tí
Þessi tí eru þykkari og sterkari tí sem framleidd eru í Evrópu. Eiginleikar þeirra er sá að þau brotna mun síður heldur en venjuleg tí. Margir litir á tíum í boði.
Hvít tí á lager.
Stærðir: 54 mm. og 70 mm.
Footjoy skópoki
Góður skópoki frá Footjoy. Gerður úr endingargóðu nylon efni. Þægilegt haldfang og tvö loftgöt á hliðum sem loftar vel í gegnum. Stærð: 36x23x14cm.
Titleist golfregnhlíf
Hágæða golfregnhlíf frá Titleist. 68″ að stærð. Vatnsfráhrindandi nylon efni. Prentsvæði á allt að 4 panela.
Callaway Clean Logo golfregnhlíf
60″ tvöföld hlíf sem heldur vel frá regni í íslenskri veðráttu ásamt því að stöngin er mjög sterkbyggð fyrir aðstæður í miklum vindi. Tveir hvítir fletir eru merktir Callaway Golf.
Golfregnhlíf „Iceland“
Sjálfopnanleg golfregnhlíf. Mjög góð regnhlíf fyrir íslenskt veðurfar. Brotnar ekki þótt að hún blási upp. Tvöföld hlíf, hleypir vind í gegn, minna átak, opnast sjálfvirkt með takka. Létt regnhíf með fiberglass skafti, vigtar aðeins 680 gr. Hlífir auðveldlega tveimur manneskjum í einu, ummál: 133 cm. Sleeve utan um regnhlíf í sama lit.
Merking: Silkiprentun.
Merkingarmöguleikar: Hlífin sjálf (8 panelar). Sleeve utan um regnhlíf. Neðst á haldfangi.
Litir á lager: Svartur (Lágmarkspöntun 10 stk.)
Holumerkingar
Nú er hægt að merkja sjálfa golfholuna. Þitt logo er prentað á plast sem er mótað í holuna.
Strandveifur „Pop-Up“
Strandveifur á golfvöllinn sem hægt er að stinga í jörð. Sýnilegir fánar sem eru fljótlegir í uppsetningu.
Útiskilti „Pop-Up“
Útiskilti (pop-up) sem eru mjög sýnileg og fljótleg í uppsetningu.
Silkiprentað í 1-2 litum eða Digital prentað (mynd)
Stærðir: 1,5 m. , 2 m. og 2,7 m. breidd.
Útifánar
Prentum útifána á fánastangir. Logo er digital prentað í lit.
Teigmerki „Spike“
Flott teigmerki úr PVC efni og málmi. Logo er digital prentað í lit á PVC efnið. Málmstöngin er svo notuð til að festa teigmerkið tryggilega í grasinu. Teigmerkið getur verið í hvaða lit sem er.
Teigmerki „Golfball“
Teigkúlur merktar með þínu logo.
Golfkúlulaga teigmerki digital prentað í lit með þínu logo. Límmiðar sem henta til notkunar utandyra.
Prentsvæði: 75 mm.
Litir: Rauður, Gulur, Hvítur, Blár, Svartur, Silfur, Gull, Appelsínugulur, Grænn.
Flögg „Digital“
Flottir golffánar sem eru digital prentaðir inn í efnið með logo eða mynd. Tube lock festing sem passar á flaggstangir á öllum helstu golfvöllum landsins. Hægt er að sérhanna flöggin eftir þínum óskum. Gæða digital prentun sem endist. Flöggin henta vel fyrir einstaka viðburði eða til þess að hafa uppi í stuttan tíma.
Flögg
Vönduð gæða golfflögg úr nylon sem þola íslenskt veðurfar. Tvöfaldur saumur á endum. Tube lock festing sem passar á flaggstangir á öllum helstu golfvöllum landsins. Hægt er að sérhanna fánanna eftir þínu höfði. Merking með nylon prentlitum sem endist.
Flöggin henta vel til að hafa uppi til lengri tíma. 400D (þykkari) og 200D (þynnri).
Golfhandklæði „Microfiber“
Gæða golfhandklæði úr 100% microfiber terry efni. Handklæði sem heldur meira vatni og þornar ekki eins fljótt. Auðveldara að hreinsa bolta og kylfur. 40×50 cm. að stærð og 400 gr. að þykkt. Fáanlegt í tveimur litum. Endingargóð handklæði á góðu verði.
- Grár
- Svartur
Titleist golfhandklæði
Svart 100% bómullarhandklæði frá Titleist. Þrí-brota með ákveðnu merkingarsvæði. Stærð: 55 x 45 cm.
Kerrulúffur
Vandaðar kerrulúffur sem passa á flestar tegundir golfkerra. Lúffurnar passa t.a.m. á ClicGear, Sun Mountain og Big Max golfkerrurnar en þessar kerrur eru þær vinsælustu á Íslandi. Lúffurnar eru vatnsheldar og vel fóðraðar að innan til að halda höndum heitum.
Callaway Lúffur „Thermal Mitts“
The Callaway Thermal Mitt 2-Pack utilizes our Opti Therm Thermal Fleece Inner Lining to give you an advantage in extreme conditions.
- Opti Therm™ Thermal Fleece Inner Lining: Keeps hands warm
- Opti Shield™ Microfiber Outer Shell: Repels Water and Provides Wind Protection
- Coated Outer Fabric: 100% Waterproof
- 2-Pack: (1) Left and (1) Right Glove Included
- Zippered Pouch:Holds Hand Warming Packet (not included)
Callaway golfhanski „Syntech“
Mjúkur og góður „all weather“ golfhanski frá Callaway. Sérmerking fer á Callaway hlið flatarmerkis. Einnig er lína til aðstoðar í púttum á bakhlið flatarmerkisins. Fæst í herra- og dömustærðum fyrir rétthenta og örvhenta. Við magnkaup lánum við 10% meira magn aukalega til skiptana sem er svo skilað eftir golfmótið.
Titleist derhúfa „Tour“
Vel hönnuð gæða derhúfa frá Titleist. 100% bómull, sex panela skipting. Klemma að aftan til að stilla stærð. ProV1 logo á annarri hliðinni. Hægt er að sérmerkja logo á hlið húfunnar.
Merking: Silkiprentun / Ísaumur
Titleist prjónahúfa „Pom Pom“
The Pom Pom Winter Hat is a classic on and off the course featuring a two stripe band for a snug fit.
Titleist derhúfa „Ball Marker“
Vel hönnuð gæða derhúfa frá Titleist. 100% bómull, sex panela skipting. Klemma að aftan til að stilla stærð. Hægt er að merkja fyrirtækjalogo á hlið húfunnar.
Segul-húfumerki í deri sem hægt er að merkja með logo.
Merking: Silkiprentun / Ísaumur